19:26
{mosimage}
Iceland Express deildarlið Stjörnunnar hefur fundið arftaka Maruice Ingram sem þeir sendu heim á dögunum. Sá nýji heitir Calvin Roland og er 24 ára gamall miðherji sem lék með VCU í NCAA deildinni. Hann var því liðsfélagi BA Walker sem leikur með Keflavík.
Roland er 208 cm sem hefur verið á mála hjá toppliðinu í þýska boltanum í haust kemur til reynslu hjá Stjörnunni og mun væntanlega leika sinn fyrsta leik þegar liðið tekur á móti ÍR sunnudaginn 2. desember.
Við spurðum Braga Magnússon þjálfara Stjörnunnar hvaða væntingar hann hefði til nýja mannsins.
Maður hefur alltaf væntingar um að leikmaðurinn standi sig vel í deildinni. Þetta er hávaxinn og sprækur strákur og ég vona að hann sýni hvað í honum býr á reynslutímanum. Það var leiðinlegt að slíta samningum við Maurice Ingram, því hann hefði getað orðið mjög góður fyrir okkur í deildinni, ef hann hefði haft vilja til þess að leggja sig fram við að koma sér í form. Ég vona að það verði ekki vandamál með nýja manninn og hann komi tilbúinn og sprækur í leikinn á móti ÍR.
Mynd: www.vcuatheltics.com



