spot_img
HomeFréttirFjör í Iðu á laugardag

Fjör í Iðu á laugardag

22:16

{mosimage}

 

 

Á laugardag verður mikið um dýrðir í Iðu á Selfossi þegar Höttur Egilsstöðum mætir FSu í 1. deild karla. Leikurinn hefst kl. 16.00 og hafa forsvarsmenn FSu fengið Árvirkjann í lið með sér en Árvirkinn mun kaupa ljósasýningu á leikinn.

 

FSu hafa í vetur verið með söfnun fyrir Krabbameinsfélag Árnessýslu en hún gengur út á að allure ágóði af heimaleikjum FSu rennur til Krabbmeinsfélagsins. Ætlunin er að slá aðsóknarmet á leikinn og ná að fylla Iðu.

 

FSu hafa fengið Árvirkjann með sér í lið af fyrrgreindum ástæðum og er vonast til að sem flestir körfuknattleiksunnendur sjái sér fært um að fjölmenna í Iðu um helgina og leggja góðu málefni lið.

 

Frá þessu er greint í fjórða tölublaði af Karfa góð sem gefið er út á vegum FSu

( www.basket.is )

 

Þá segir ennfremur frá Svalamótinu í fréttariti FSu:

 

Svalamótið um næstu helgi

Næstkomandi helgi 1.-2. desember verður Svalamótið haldið á Selfossi. Svalamótið er Köruboltahátíð fyrir krakka fædd 1996-2000. Mótið er haldið af Íþf. FSu, KKD Umf. Selfoss og KKD Íþf. Hamars en þetta er í annað sinn sem mótið er haldið. Búist er við um 150 þáttakendum víðsvegar að af Suðurlandi sem munu koma á Selfoss til að spila körfubolta. 

Einnig fara krakkarnir í bíó, sund og á leik FSu og Hattar í 1.deild kl.16:00 á laugardeginum. Þetta er í annað sinn sem Svalamótið er haldið en fyrsta mótið var haldið í febrúar síðastliðnum. Markmiðið er að gera Svalamótið að árlegum viðburði í Árborg þar sem körfuknattleiksiðkendur framtíðarinnar af landsbyggðinni komi og eigi skemmtilega helgi saman.

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -