06:00
{mosimage}
Haukar unnu mikilvægan sigur á Ármann/Þrótt í gærkvöldi í 1. deild karla. Með sigrinum er liðið í efri hluta deildarinnar en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum. Marel Guðlaugsson sem er orðin fyrirliði á ný í Haukaliðinu, deilir þeim titli með Sigurði Einarssyni, sagði eftir leikinn að hann væri ánægður með framlag yngri leikmanna liðsins í leiknum.
Haukar eru komnir í jólafrí og leika ekki fyrr en eftir áramót og Marel sagði að það hefði verið gott að landa sigri fyrir jólafrí. ,,Það var mikilvægt að vinna þennan leik og sérstaklega gegn þessu liði. Þeir eru á sama stað og við í töflunni þannig að það var nauðsynlegt að vinna þennan leik.”
Það var mikill barningur í leiknum og jafn. Marel sagðist aldrei hafa verið viss með sigur en þetta hafðist. ,,Ég var aldrei öruggur með að sigur næðist. En það komu þarna ungir guttar og stigu upp í restina, það var gaman að sjá.”
Aðspurður sagði Marel að svona leikir vegi þungt í reynslubankanum hjá ungum leikmönnum Hauka og taldi að það muni hjálpa liðinu seinna á leiktíðinni. ,,svona leikir munu tvímælalaust hjálpa okkur. Við erum með leikmenn sem eru ennþá í drengja- og 11. flokki og eru að skila góðum mínútum og það er alveg flott,” sagði Marel og bætti við að Haukar væru að verða síðasta liðið án útlendings. ,,Við verðum bráðum eina liðið sem verður án útlendinga, við erum allavega efsta liðið sem er án útlendinga.”
{mosimage}
(Marel á línunni í gærkvöld)
Marel brenndi af ótrúlega mörgum vítum í leiknum(11/19 í vítum) og fréttmaður spurði hann hvað hafi ollið því enda væri hann þekktur fyrir allt annað en að geiga á vítalínunni. Voru taugarnar of spenntar? ,,Nei, þær voru frekar of slakar, ekki nógu spenntar til að setja vítin,” sagði Marel í léttum tón. ,,Ég er ekkert búinn að hitta vel úr vítunum í vetur en það dugði sem fór ofan í þessum leik.”
Myndir: [email protected]



