16:00
{mosimage}
(Stefanski hér næstur til hægri á fundi þar sem hann var kynntur til leiks sem nýr framkvæmdastjóri 76ers. Með honum á myndinni eru aðrir forráðamenn 76ers)
Ed Stefanski hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Philadelphia 76ers af Billy King sem látinn var taka poka sinn eftir 10 ára starf hjá félaginu. Stefanski hætti í sömu stöðu hjá New Jersey Nets til að taka við hjá 76ers.
Stefanski er flestum hnútum kunnugur í Philadelphiu sem er hans heimabær. Stefanski lék m.a. körfuknattleik undir stjórn Chuck Daly í University of Pennsilvania. Billy King átti eitt ár eftir af samningi sínum við 76ers sem framkvæmdastjóri en félagið taldi öruggast að fá ferska vinda inn í starfið eftir dapurt gengi liðsins á fyrsta fjórðungi tímabilsins.
Philadelphia hefur leikið alls 17 leiki á tímabilinu en aðeins unnið fimm þeirra.
Mynd: AP



