20:14
{mosimage}
(Monique var stigahæst í leiknum gegn Ármanni)
KR og Ármann mættust í 16-liða úrslitum kvenna í dag í DHL-höllinni í Vesturbænum. Fyrirfram var búist við auðveldum leik hjá KR en KR er í toppbaráttunni í efstu deild en Ármann er um miðja 1.deild.
Staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-9 fyrir KR. En Ármann byrjaði annan leikhluta af krafti og ef til vill smá vanmat í gangi hjá KR en um miðjan leikhlutann var Ármann búin að jafna leikinn 22-22. Á þeim tímapunkti setti Jóhannes Árnason þjálfari KR, Monique Martin aftur inn á og með hana inn á vellinum breytti KR stöðunni úr 22-22 í 32-22. Þar af skoraði Monique 7 af þessum 10 stigum. Staðan í lok leikhlutans var 41-24.
Þriðji leikhluti var algjör eign KR. Greinilegt að hálfleiksræðan hefur dugað til að vekja KR-stelpurnar og skoruðu þær næstu 28 stig og unnu leikhlutann alls 36-6 og staðan orðin 76-30. Fjórði leikhluti var algjört formsatriði og endaði leikurinn 99-45 fyrir KR.
Stigahæst í liði KR var Monique Martin með 26 stig en næst henni var Sigrún Ásmundardóttir með 17 stig og Kobrún Kolbeinsdóttir með 11 stig. Allir KR-ingar komust á blað í leiknum. KR-ingar gátu leyft sér að spila á öllum leikmönnum og hvíldi Jóhannes meðal annars Hildi Sigurðardóttir sem spilaði aðeins nokkrar mínútur.
Hjá Ármann var Bryndís Gunnlaugsdóttir stigahæst með 18 stig og María Ásgeirsdóttir með 8 stig.



