spot_img
HomeFréttirÞeir fiska sem róa

Þeir fiska sem róa

13:26
{mosimage}

(Vongóðir herramenn) 

Þessir ungu herramenn létu ekki stórleik KR og UMFG í 16 liða úrslitum Lýsingarbikarsins fram hjá sér fara. Þeir voru vitaskuld að freista gæfunnar þegar ljósmyndara bar að garði. Hægt er að vinna bíl til afnota í eitt ár í tengslum við Lýsingarbikarinn en þessir töffarar eru væntanlega ekki komnir með ökuleyfi. 

Hver veit nema þeir verði heppnir, þeir fiska sem róa er oft sagt og ef þessir kátu kappar standa uppi sem sigurvegarar þá geta þeir dobblað mömmu og pabba á rúntinn, notað þau sem einkabílstjóra.  

Allir sem mæta á leik í Lýsingarbikarnum hafa möguleika á að vinna afnot af bifreið í heilt ár í boði Lýsingar. Til að taka þátt í leiknum þarf að fylla út skráningarmiða á leiknum/leikjunum sem þú sækir í bikarkeppninni og þú ert kominn í pottinn. Þann 24. febrúar nk. þegar úrslit Lýsingarbikarsins fara fram í Laugardalshöll verður vinninghafinn dreginn út. Sá heppni fær afnot af bifreið að verðmæti allt að 2.500.000 kr. að eigin vali í 12 mánuði.

www.lysingarbikarinn.is

 

Fréttir
- Auglýsing -