spot_img
HomeFréttirNBA: Smith og Roy leikmenn vikunnar

NBA: Smith og Roy leikmenn vikunnar

06:00

{mosimage}
(Hálofta fuglinn Josh Smith er leikmaður vikunnar)

Josh Smith hjá Atlanta og Brandon Roy hjá Portland voru leikmenn austur- og vesturdeildarinnar vikuna 3.-9. desember.

Gengi Atlanta þessa vikuna var mjög gott en liðið vann þrjá leiki og tapaði aðeins einum. Smith skoraði 22 stig, tók 6,3 fráköst, gaf 3,3 stoðsendingar og varði 3,3 skot í þessum leikjum. Hann jafnaði met tímabilsins í vörðun skotum en hann varði sjö slík gegn Minnesota 6. desember. Smith er eini leikmaðurinn sem er á topp tíu-lista í NBA-deildinni í vetur í vörðun skotum(3,6 1. sæti) og í stolnum boltum(1,9 10. sæti). Hann hefur varið tvo eða fleiri skot í 16 af 18 leikjum sínum.

Portland vann alla þrjá leiki sína í vikunni. Í þessum leikjum skoraði Brandon Roy 25,7 stig, tók 7,3 fráköst og gaf 7,3 stoðsendingar.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -