18:17
{mosimage}
(Serbneskir aðdáendur eru ekki beint þekktir fyrir að rólegheit á leikjum)
Aganefnd meistaradeildarinnar í körfuknattleik úrskurðaði í dag að næsti heimaleikur Partizan frá Serbíu verði leikin fyrir luktum dyrum og verða því engir áhorfendur á leiknum. Ákvörðunin var tekin eftir að skýrsla eftirlitsmanna á síðasta leik heimaleik liðsins barst. Þar kom fram að flugeldum, smápeningum og kveikjurum var kastað á völlinn þegar Partizan tóku á móti Fenerbacher Ulker þann 5. desember síðastliðinn í Pionior-höllinni í Belgrad.
{mosimage}
(Pionir-höllin verður tóm í næsta meistaradeildarleik)
Þetta var ekki í fyrsta skipti sem svona gerist en þetta hefur gerst í öllum heimaleikjum Partizan á tímabilinu í meistaradeildinni. Liðið hefur fengið sektir en þær virðast ekki hafa dugað og því hefur þessi ákvörðun verið tekin.
Partizan hefur tíu daga til að áfrýja úrskurðinum.
Mynd: Heimasíða Partizan



