20:09
{mosimage}
(Margrét Kara Sturludóttir)
Margréti Köru Sturludóttur þarf vart að kynna fyrir körfuknattleiksáhugamönnum en hún hefur farið mikinn í liði Keflavíkur það sem af er leiktíðinni. Margrét er gríðarlega fjölhæfur leikmaður sem skilar mikilli vinnu á báðum endum vallarins. Í dag var hún valin í úrvalslið Iceland Express deildar kvenna fyrir fyrstu níu umferðirnar. Margrét Kara sagði í samtali við Karfan.is að aukaæfingar sem hún hefur verið að sækja í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ séu að skila sér og að ekki hafi komið annað til greina en að hún myndi láta að sér kveða í teignum hjá Keflavík í fjarveru lykilmanna.
,,Ég varð að stíga upp í teignum þegar Bryndís meiddist en liðið þarf kannski að halda á aðeins fleiri stigum frá mér,” sagði Margrét Kara sem gerir 11,8 stig að meðaltali í leik en hún er einnig með 11,1 frákast að meðaltali í leik. Ekki amalegt að vera með tvennu að meðaltali í leik en það lýsir því kannski besti hvernig leikmaður Margrét Kara er.
Metnaðinn vantar ekki og Margrét Kara stefnir að því í framtíðinni að leika körfubolta og stunda nám við háskóla í Bandaríkjunum. Hún hefði viljað geta skilað einhverri af bakvarðastöðunum í Keflavíkurliðinu en liðið þurfti nauðsynlega á því að halda að hafa hana í teignum. Margrét Kara segir bætta aðstöðu í Reykjanesbæ vera að skila sér árangri en hún mætir flesta morgnana í Akademíuna til þess að æfa sig.
Næsti leikur Keflavíkur er gegn KR í DHL-Höllinni annað kvöld. ,,Það er meiri spenna í deildinni í ár og mér finnst hún skemmtilegri en í fyrra. Það er hörkuleikur framundan og ef við spilum okkar leik eigum við að geta tekið KR á hraðanum,” sagði Margrét Kara Sturludóttir við Karfan.is í dag.



