09:58
{mosimage}
(James með spelkuna góðu í nótt)
Þegar LeBron James var beðinn að rifja upp hvenær hann var síðast ekki í byrjunarliðinu í leik, hugsaði hann sig um og sagði ,,Aldrei. Þetta var minn eini leikur af bekknum,” sagði James brosandi og bætti við. ,,Ég mun ekki koma af bekknum aftur.”
James hefur byrjað inn á í öllum leikjum sínum sem atvinnumaður í NBA en í nótt byrjaði hann útaf. Hann er að jafna sig á meiðslum og hefur því ekki leikið síðustu fimm leiki liðsins. Hann spilaði með spelku á hendinni sem átti að hlífa honum en meiðsli á fingri hefur haldið honum utan vallar undanfarna leiki. James var með 17 stig í leiknum í nótt.
James kom inn á þegar 5:59 voru eftir af 1. leikhluta og Cleveland yfir með fjórum stigum 15-11. Hann kom inn á með Larru Hughes og Anderson Varejao, sem var að spila sinn fyrsta leik á tímabilinu eftir að hafa staðið í launadeilum. En hann skrifaði nýlega undir $17 milljóna samning í vikunni. James bað um að fá að byrja út af og koma inná með Varejao til þess að draga úr illindum gagnvart Varejao sem sagði fyrr í vetur að hann vildi ekki spila með Cleveland aftur.
,,Ég hélt það myndi auka spennuna að fá mig, Larry og Andy inn á sama tíma – og það virkaði,” sagði James. ,,Ég hélt að ef ég kæmi inn á með Andy gæti það komið í veg fyrir að það yrði baulað á hann. Ég var bara að vernda liðsfélaga mína.”
Mynd: AP



