11:38
{mosimage}
Grindavík tók þriðja sætið í Iceland Expess-deild kvenna í gær þegar þær lögðu Hauka að velli 80-99 á Ásvöllum. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik stungu Grindvíkingar af í þeim seinni. Frábær hittni var grunnurinn að sigri þeirra en á tímabili virtist ekki skipta máli hvernig skot þær tóku – það fór allt ofan í.
Kiera Hardy var allt í öllu í leik Haukakvenna og endaði hún með 37 stig. Hún skoraði 15 stig í fyrsta leikhlutanum. Í stöðunni 19-21 skoruðu Grindvíkingar næstu níu stigin og náðu ellefu stiga forystu. Haukar minnkuðu muninn aðeins áður en leikhlutinn var allur og endaði hann 25-32.
Liðin skiptust á körfum í upphafi annars leikhluta og enn var Kiera Hardy allt í öllu hjá Haukum. Hún skoraði ellefu fyrstu stig liðsins. Í stöðunni 34-46 náðu Haukastúlkur góðu áhlaupi og minnkuðu muninn í fjögur stig fyrir leikhlé 42-46.
{mosimage}
Ragna Margrét Brynjarsdóttir skoraði fyrstu körfu seinni hálfleiks og minnkaði muninn í tvö stig. Nær komust Haukar ekki og Grindvíkingar stungu af. Þær leystu slaka svæðisvörn Hauka mjög vel og fengu góð skot sem þær settu niður. Eftir þriðja leikhluta leiddu þær með 20 stigum 55-75. Grindavík varð fyrir áfalli í þriðja leikhluta þegar Joanna Skiba fékk sína fimimtu villu og þurfti að yfirgefa völlinn. Það vakti athygli að Igor Beljanski, þjálfari Grindavíkur, skyldi spila henni með fjórar villur á bakinu en hún fékk sína fjórðu villu snemma í þriðja leikhluta.
Án Skibu héldu Grindvíkingar leikinn út en Haukar náðu að fá smá spennu í leikinn um miðjan 4. leikhluta. Pressa Hauka fór að virka og þær náðu að minnka muninn niður í 12 stig og fátt um fína drætti í leik Grindavíkur. Ingibjörg Jakobsdóttir setti niður þrigggja-stiga körfu þegar um tvær mínútur voru eftir og innsiglaði sigur Grindavíkur.
Jovana Stefánsdóttir fór á kostum í liði Grindavíkur en hún var með 23 stig og setti niður mörg mikilvæg skot. Tiffany Roberson var líka drjúg en hún endaði með 32 stig.
Hjá Haukum var Kiera Hardy með 37 stig og næst henni kom Kristrún Sigurjónsdóttir með 23.
Tölfræði leiksins
Myndir: [email protected]
{mosimage}
{mosimage}



