spot_img
HomeFréttirLakers lagði meistarana

Lakers lagði meistarana

09:09
{mosimage}

(Bryant var Spurs erfiður í nótt) 

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem LA Lakers höfðu betur gegn meisturum San Antonio Spurs og Miami Heat lá gegn Washington Wizards. Tapleikur Spurs í nótt var þeirra annar tapleikur í röð en það mun vera í fyrsta sinn á þessari leiktíð sem meistararnir tapa tveimur leikjum í röð. 

Lokatölur í Staples Center í nótt voru 102-97 heimamönnum í vil þar sem Kobe Bryant gerði 30 stig, tók 7 fráköst og stal 4 boltum. Næstur honum í liði Lakers var Lamar Odom með 15 stig og 8 fráköst. Hjá Spurs setti Bruce Bowen niður 22 stig og Brent Barry bætti við 17 stigum. Þeir Tony Parker og Tim Duncan léku ekki með liði Spurs í nótt og munar um minna þar sem félagarnir gera samtals 37,7 stig að jafnaði í leik, Parker með 20,1 stig og Duncan með 17,6 stig. 

Miami Heat mátti sætta sig við ósigur á heimavelli í nótt er þeir tóku á móti Washington Wizards. Lokatölur í American Airlines Arena voru 91-104 Wizards í vil þar sem DeShawn Stevenson gerði 26 stig fyrir Wizards. Gilbert Arenas var fjarri góðu gamni og lék ekki með Wizards en það kom ekki að sök þar sem allir leikmenn byrjunarliðsins gerðu 11 stig eða meira í leiknum. Hjá Heat var Chris Quinn með 22 stig og Shaquille O´Neal heldur áfram að valda vonbrigðum með 7 stig á tæpum 27 mínútum.  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -