spot_img
HomeFréttirBuðu forsetanum á fyrsta heimaleikinn

Buðu forsetanum á fyrsta heimaleikinn

11:20
{mosimage}

(Daði Janusson) 

Í fyrsta sinn í sögu Álftaness er nú körfuboltalið frá íþróttafélaginu skráð í Íslandsmótið í körfuknattleik í meistaraflokki karla. Álftanes leikur í 2. deild karla í B riðli og er sem stendur í þriðja sæti riðilsins með þrjá sigra og einn tapleik. Körfuboltaliðið bauð Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og eiginkonu hans Dorrit Mousaieff á sinn fyrsta heimaleik en forsetahjónin létu ekki sjá sig. Daði Janusson leikmaður Álftaness segist þó þess fullviss að þau komi brátt á leik. 

„Við sendum boðsmiða á [email protected] en fengum ekkert svar, við teljum forsetahjónin vera á meðal okkar stuðningsmanna og að þau eigi eftir að koma á leik hjá okkur,“ sagði Daði í léttum tón við Víkurfréttir en hann er borinn og barnfæddur Álftnesingur og segir nokkurn hug vera í sínum mönnum í 2. deildinni.  

„Þetta er hópur stráka sem hefur spilað lengi saman í íþróttahúsinu og fyrir skemmstu fékk ég veður af því og ákvað að vera með þeim,“ sagði Daði og nú í fyrsta sinn teflir Álftanes fram liðið í meistaraflokki karla og árangurinn lætur ekki á sér standa. „Liðið er komið til að vera og stefnan er sett á að vinna hvern leik svo það er óhætt að segja að við tökum stefnuna á 1. deild að ári,“ sagði Daði og bætti við að Álftnesingar væru duglegir að mæta á heimaleiki liðsins. Þá er bara að bíða og sjá hvort nýliðarnir geti fylgt eftir fínni byrjun liðsins á mótinu. 

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -