08:00
{mosimage}
(Frá undirritun samninga)
Í síðastliðinni viku skrifuðu forsvarsmenn Röraverksmiðjunnar SET og FSu Körfubolta formlega undir styrktarsamning sín á milli. SET munu styrkja FSu Körfubolta fjárhagslega keppnistímabilið 2007 – 2008. Frá þessu er greint í 7.tbl af Karfa góð sem FSu Körfubolti gefur út.
Þetta er einn stærsti samningur sem FSu Körfubolti hefur gert við einstakt fyrirtæki enda verða SET einir af stærstu styrktaraðilum félagsins. SET munu verða áberandi á heimaleikjum FSu í vetur en þrír stórir fánar frá SET verða settir upp fyrir hvern leik í Iðu.
Á myndinni eru Brynjar Karl Sigurðsson formaður FSu Körfubolta (til vinstri) og Bergsteinn Einarsson framkvæmdarstjóri SET (til hægri) að innsigla samninginn.



