spot_img
HomeFréttirÍþróttamaður ársins

Íþróttamaður ársins

16:29

{mosimage}

Fjórða sætið hjá Jóni Arnóri Stefánssyni í kjöri á íþróttamanni ársins í gær er einn af betri árangrum körfuboltamanna í kjörinu. Einu sinni hefur það gerst að körfuknattleiksmaður hlaut nafnbótina sjálfa en það var árið 1966 þegar Kolbeinn Pálsson var kjörinn íþróttamaður ársins.

Tvisvar hefur það gerst að körfuknattleiksmaður var í öðru sæti, fyrst 1964 þegar Þorsteinn Hallgrímsson varð næstur á eftir handboltakonunni Sigríði Sigurðardóttur og svo 1981 þegar Pétur Guðmundsson varð annar á eftir Jóni Páli Sigmarssyni.

Þetta var í annað skipti sem Jón Arnór endar í fjórða sætinu en Jón Sigurðsson varð einnig í því sæti árið 1979.

Alls hafa 13 körfuknattleiksmenn komist á topp 10 listann og er Þorsteinn Hallgrímsson sá sem ofast hefur komist þangað eða 8 sinnum, næstur honum er Jón Arnór sem komst í fimmta sinn núna.

Engin körfuboltakona hefur komist á topp 10 listann en Helena Sverrisdóttir varð í 11. sæti núna, einu stigi á eftir Ragnheiði Ragnarsdóttur sundkonu.

Listi yfir körfuknattleiksmenn sem komist hafa á topp 10. (Ártal – sæti)

Birgir Örn Birgis 1968 – 9

Jón Arnór Stefánsson 2007 – 7, 2003 – 5, 2004 – 8, 2005 – 4, 2007 – 4

Jón Kr. Gíslason 1993 – 6

Jón Sigurðsson 1978 – 7, 1979 – 4

Kolbeinn Pálsson 1966 – 1, 1970 – 9

Kristinn Jörundsson 1972 – 9

Páll Kolbeinsson 1990 – 7

Pálmar Sigurðsson 1986 – 7

Pétur Guðmundsson 1981 – 2, 1982 – 6, 1986 – 5

Teitur Örlygsson 1991 – 9, 1995 – 10, 1996 – 7

Valur Ingimundarson 1984 – 10

Þórir Magnússon 1967 – 7

Þorsteinn Hallgrímsson 1960 – 7, 1961 – 9, 1962 – 7, 1963 – 8, 1964 – 2, 1965 – 5, 1968 -10, 1969 – 7

[email protected]

Mynd: www.kr.is/karfa

 

Fréttir
- Auglýsing -