16:47
{mosimage}
(Jón Arnór er með rifinn innri lærvöðva)
Lottomatica Roma sigruðu La Fortezza Bologna 93-72 í gær, staðan í hálfleik var 50-36. Jón Arnór Stefánsson lék einungis í 16 mínútur þar sem hann meiddist. Jón Arnór byrjaði á bekknum en hann hafði skoraði sex stig á þeim sextán mínútum sem hann hafði leikið. Jón Arnór reif innri lærvöðva og verður frá í að minnsta kosti þrjár vikur.
Heimamenn tóku völdin leiddu 24-16 og 50-36 í hálfleik, þeir náðu 6-0 í byrjun og voru ávallt á undan gestunum frá Bologna. Í þriðja leikhluta komust heimamenn mest yfir 31 stig en staðan eftir þrjá leikhluta var 78-49. Jón Arnór fór meiddur á læri í lok þriðja leikhluta og vonum við einsog áður segir að hann verði fljótur að jafna sig. Fjórði leikhluti var formsatriði fyrir Roma að klára og lokatölur 93-72.
Lottomatica Roma eru í fjórða sæti með 11 sigra og 4 tapleiki, næsti leikur þeirra er gegn neðsta liði deildarinnar Cimberio Varese 6. janúar.
Frétt af www.kr.is/karfa



