spot_img
HomeFréttirFyrsta deildin af stað

Fyrsta deildin af stað

16:03

{mosimage}

Ármann/Þróttur mætir suðurnesjaliðinu Þrótti frá Vogum í 1. deilda í kvöld. Leikurinn hefst kl. 20:30 í Laugardalshöll. Ármann/Þróttur verður án sterkra leikmanna í kvöld.

Leikur Ármanns/Þróttar og Þróttar frá Vogum er fyrsti leikur ársins í 1. deild karla. Þróttarar hafa enn sem komið er ekki landað sigri og er því án efa hugur Vogabúum að ná sínum fyrsta sigri.

Ármann/Þróttur mun í kvöld leika án þeirra Sæmunds Oddssonar, Gunnlaugar Elsusonar og Ásgeirs Hlöðverssonar. Gunnlaugur er staddur erlendis og því mun Steinar Kaldal stjórna liðinu í hans stað. Ásgeir er að taka út leikbann sem hann fékk vegna brottvísunar í leik Ármanns og Hauka í enda nóvember og Sæmundur er staddur á Egilsstöðum vegna vinnu sinnar og getur því ekki verið með.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 20:30.

Staðan í 1. deildinni.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -