spot_img
HomeFréttirBig Mo er lentur ? Friðrik hættur í Hamri ? þeir verða...

Big Mo er lentur ? Friðrik hættur í Hamri ? þeir verða með í kvöld

16:52

{mosimage}
(Maurice Ingram í leik með Stjörnunni fyrr í vetur)

Maurice Ingram er kominn með leikheimild og mun leika með Ármanni/Þrótti í kvöld þegar þeir mæta Þrótti frá Vogum í 1. deildinni. Ingram lenti kl. 07:00 í morgun eftir að hafa ferðast í alla nótt. Annar leikmaður hefur ákveðið að ganga til liðs við Ármann/Þrótt en það er Friðrik Hreinsson. Skagfirðingurinn knái sem hefur leikið með Hamri frá Hveragerði undanfarin ár mun án efa setja nokkra þrista á fjölum Laugardalshallarinnar eins og hann hefur gert allan sinn feril.

Ingram lék þrjá leiki með Stjörnunni í Iceland Express-deild karla fyrir áramót. Hann var þó látinn fara þar sem hann þótti ekki í nægilega góðu formi. Hann skoraði 9,7 stig að meðaltali í þessum leikjum ásamt því að taka 16 fráköst í leik.

Friðrik Hreinsson er ein banvænasta þriggja-stiga skytta landsins. Friðrik hefur leikið átta leiki með Hamar í Iceland Express-deild karla í vetur og skorað í þeim 10,3 stig. Hann hefur sett niður flestar þriggja-stiga körfur allra leikmanna liðsins.

{mosimage}
(Friðrik í leik fyrr á tímabilinu)

Þeir eru báðir komnir með leikheimild og munu því spila í kvöld. Með tilkomu þessara tvegja leikmanna er Ármann/Þróttur kominn með eitt allra reyndasta lið 1. deildar en margir leikmanna liðsins hafa leikið fjöldan allan af úrvalsdeildarleikjum. Leikur Ármanns/Þróttar og Þróttar frá Vogum hefst kl. 20:30 í kvöld og verður hægt að sjá þá félaga í nýjum búningum.

Karfan.is talaði við Friðrik og birtist það á vefnum eftir smástund.

[email protected]

Myndir: [email protected] og Hamarsport.is

Fréttir
- Auglýsing -