spot_img
HomeFréttirSveinn að nýju í rautt

Sveinn að nýju í rautt

16:22

{mosimage}
(Lúðvík og Sveinn brosmildir á æfingu ásamt þjálfaranum Henning)

Haukar hafa fengið liðsstyrk fyrir lokabaráttuna í 1. deild karla en Haukamennirnir Sveinn Ómar Sveinsson og Lúðvík Bjarnason hafa gengið til liðs við liðið að nýju.

Sveinn Ómar skipti yfir í Stjörnuna í sumar en hefur ákveðið að snúa aftur á æskuslóðirnar og leika með Haukum í 1. deildinni. Sveinn lék alla 11 leiki Stjörnunnar fyrir áramót og skoraði í þeim 1.6 stig, tók 1.5 frákst á þeim 7.2 mínútum sem hann lék. Hann skoraði 6.3 stig og tók 4.3 fráköst í Iceland Express-deildinni með Haukum í fyrra.

Lúðvík Bjarnason hefur tekið skóm fram að nýju en hann lék með Haukum í fyrra en ákvað að taka sér hlé frá körfuknattleiksiðkun í sumar. Lúðvík lék 21 leik fyrir Hauka í Iceland Express-deildinni í fyrra. Hann skoraði 1.1 stig og tók 0.9 fráköst á þeim 6.3 mínútum sem hann lék.

Sveinn er kominn með leikheimild og verður löglegur með Haukum þegar þeir mæta FSu næstkomandi þriðjudag.

[email protected]

Mynd: Emil Örn Sigurðarson – [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -