16:15
{mosimage}
Tveir leikir fara fram í NBA deildinni í nótt og verður viðureign Golden State Warriors og San Antonio Spurs sýnd í beinni útsendingu á NBA TV kl. 03:30 í nótt.
Hin viðureign næturinnar er leikur Phoenix Suns og Denver Nuggets. Denver hefur unnið þrjá leiki í röð en Phoenix einn. Denver er á toppi Norðvesturriðilsins á Vesturströndinni og Phoenix á toppi Pacific riðilsins svo um toppslag er að ræða.
Viðureign Spurs og Warriors er ekki síðri en meistarar Spurs eru efstir í suðvesturriðli Vesturstrandarinnar með tvo sigurleiki í röð en Golden State er í 3. sæti Pacific riðilsins og hefur liðið unnið tvo síðustu leiki sína til þessa.



