spot_img
HomeFréttirNBA: Mikið skorað í nótt

NBA: Mikið skorað í nótt

10:36

{mosimage}

Tveir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Denver tapaði fyrir Phoenix 137-115. Strákarnir frá Arizona voru sjóðandi heitir en fjórir leikmennliðsins skoruðu yfir 20 stig. Shawn Marion skoraði mest liðsfélaga sinna eða 27 stig. Næstur honum kom Marcus Banks með 23 stig. Phoenix skoraði 20 þriggja-stiga körfur í leiknum. Allen Iverson skoraði mest hjá Denver en hann var með 32 stig.

Golden State vann San Antonio í framlengdum leik 130-121. Tim Duncan skoraði 32 stig og Tony Parker bætti við 31. Hjá San Antonio var Baron Davis með 34 stig.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -