16:00
{mosimage}
(Ingibjörg og félagar í Keflavík heimsækja Val í kvöld)
Einn leikur er á dagskrá í Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar topplið Keflavíkur heimsækir Val í Vodafonehöllina í Reykjavík. Leikurinn hefst kl. 20:00.
Keflavík er á toppi deildarinnar með 22 stig en Valur hefur 6 stig í 5. sæti deildarinnar. Liðin mættust í 2. umferð deildarinnar þann 16. október síðastliðinn í Vodafonehöllinni þar sem Keflavík hafði öruggan 60-101 sigur í leiknum. Valskonum gekk þó betur á útivelli en töpuðu samt 71-66. Þetta verður því í þriðja sinn sem liðin mætast í deildinni en fjórföld umferð er leikin í kvennaflokki.
Einn leikur verður í 1. deild karla í kvöld þegar FSu tekur á móti Haukum og hefst leikur liðanna kl. 19:15 í Iðu á Selfossi. Með sigri í kvöld getur FSu brúað forskot Breiðabliks niður í 2 stig þar sem FSu hefur 14 stig í 2. sæti en Blikar 18 stig í 1. sæti en FSu á leik til góða. Leikurinn í kvöld verður fyrsti leikur Hauka í 1. deild síðan 29. nóvember síðastliðinn. Þá höfðu Haukar góðan útisigur gegn Ármanni í Laugardalshöll 74-79. FSu lék síðast í deildinni þann 15. desember er þeir skelltu Reyni Sandgerði 62-96 í Sandgerði.
Tveir leikir fara svo fram í drengjaflokki í kvöld. Báðir hefjast leikirnir kl. 20:00 og eru í A-riðli. Stjarnan tekur á móti Snæfell kl. 20:00 og Breiðablik fær UMFN í heimsókn í Smárann í Kópavogi.



