spot_img
HomeFréttirRúnar Ingi meiddist illa

Rúnar Ingi meiddist illa

11:54
{mosimage}

(Rúnar Ingi Erlingsson) 

Rúnar Ingi Erlingsson, leikmaður Breiðabliks, meiddist illa í leik drengjaflokks í gærkvöldi þegar Blikar báru sigurorð af Njarðvík, 73-71, í hörkuleik.  

Hann snéri sig ansi illa í upphafi seinni hálfleiks. Hann fór rakleitt í myndatöku á Landspítalann – Háskólasjúkrahús þar sem fékkst staðfest að hann er ekki brotinn. Hann er þó það bólginn að læknarnir vildu ekkert fullyrða með liðböndin strax. Talið er að hann verði frá í að minnsta kosti í 4 vikur en framhaldið ætti að skýrast á næstu 10 dögum.  

Brotthvarf Rúnars Inga er mikil blóðtaka bæði fyrir drengjaflokk og ekki síður meistaraflokk karla en þar gegnir hann lykilhlutverki sem leikstjórnandi liðsins.  

Rúnar lék upp alla yngri flokkana í Njarðvík og var m.a. fyrirliði hins sterka 1989 árgans sem er einhver sigursælasti yngri flokkur í körfuknattleik á Íslandi. 

www.breidablik.is

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -