21:08
{mosimage}
Tveir leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld og unnust þeir báðir á heimvelli eftir hörkuleiki. Í Keflavík unnu heimamenn Snæfell 98-95 þar sem BA Walker skoraði 30 stig fyrir Keflavík og Justin Shouse 28 fyrir Snæfell. Á Sauðárkróki vann Tindastóll ÍR 98-94 og skoraði Philip Perre mest fyrir heimamenn eða 28 stig og Steinar Arason skoraði 19 stig fyrir gestina.
Tveir leikur fóru fram í 1. deild karla, í Sandgerði unnu heimamenn sinn annan sigur í vetur þegar þeir lögðu Hött í framlengdum leik 95-94 eftir að staðan var 75-75 eftir venjulegan leiktíma.
Í Vodafonehöllinni lögðu heimamenn Hauka með um 20 stigum.
Meira á eftir.



