06:00
{mosimage}
Meistaraflokkur kvenna hafa endurheimt Monique Martin eftir jólafrí en veikindi í fjölskyldu hennar töfðu fyrir að hún kæmi í tíma. Monique leikur með KR-stúlkum gegn Grindvíkingum á laugardag í bikarkeppninni.
Laugardaginn 12. janúar leika KR-stúlkur gegn Grindavík á útivelli og hefst leikurinn klukkan 16:00. KRTV ætla að sýna frá leiknum, ef leyfi og netsamband nást. Monique Martin sem skoraði 34 stig og 21 frákast gegn Grindavík þegar KR-ingar sigruðu í fyrri viðureig liðanna í DHL-Höllinni. Í tapleik á útivelli 19. desember skoraði Monique 37 stig og tók 14 fráköst þegar KR-stúlkur töpuðu í hörkuspennandi leik 86-84.
Við hvetjum alla til að fjölmenna til Grindavíkur og styðja stelpurnar í baráttunni um að komast í undanúrslit.
Mynd: [email protected]



