18:47
{mosimage}
Þróttur Vogum vann sinn fyrsta sigur í 1. deild
Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í dag og hleypa þau úrslit sannarlega fjöri í deildina. Þróttur í Vogum vann sinn fyrsta sigur í deildinni þegar þeir lögðu Hattarmenn 119-94 og má því segja að ferð Hattarmanna suður um helgina hafi ekki verið til fjár. Með töpunum um helgina eru þeir jafnvel komnir í fallhættu.
Í hinum leik dagsins sem fram fór á Ísafirði var öllu meiri spenna. Ármann/Þróttur var í heimsókn en í fyrri leik liðanna vann Áramann/Þróttur 80-78. Þegar um 23 sekúndur voru eftir af leiknum var dæmd karfa af KFÍ mönnum sem þó leiddu með tveimur. Ármenningar héldu í sókn og skoruðu og 10 sekúndur eftir. Bojan Popovic kemst í skot og brotið á honum og hann fékk tvo vítaskot og skoraði úr báðum og KFÍ vann 78-76. Þeir hafa því betur innbyrðis gegn Ármanni/Þrótti sem er mikilvægt í þessari jöfnu deild.
Þá sigraði Tindastóll Breiðablik í 1. deild kvenna 45-34 og var Sigríður Inga Viggósdóttir stigahæst heimastúlkna með 19 stig en Sigríður Antonsdóttir skoraði mest fyrir Breiðablik eða 11 stig. Þetta var fyrsti sigur norðanstúlkna í vetur og með sigrinum komust þær uppfyrir Breiðablik á innbyrðis viðureignum.
Mynd: Ingvi Steinn Jóhannsson



