spot_img
HomeFréttirUngu mennirnir fengu tækifærið í Grafarvoginum (Umfjöllun)

Ungu mennirnir fengu tækifærið í Grafarvoginum (Umfjöllun)

19:02

{mosimage}

Hinn 15 ára gamli Haukur Pálsson var í byrjunarliði Fjölnis í dag

 

Einn leikur fór fram í 8 liða úrslitum Lýsingarbikars karla í dag þegar Fjölnir tók á móti 1. deildarliði Þórs frá Þorlákshöfn í Grafavoginum. Fjölnismenn hafa spilað undir getur á tímabilinu og eru í neðsta sæti Iceland Express deildinni ásamt Hamri á meðan Þór Þ. eru í toppbaráttu í 1. deildinni. Það var hins vegar mikill getumunur á liðunum í dag og unnu heimamenn öruggan 35 stiga sigur, 87-52. Fjölnismenn spiluðu á mörgum mönnum í kvöld og spiluðu yngri leikmenn liðsins mun stærri rullu en venjulega. Leikmenn Þórs Þ. sáu í raun aldrei til sólar í leiknum og það sýndi sig þegar liðið skoraði aðeins 8 stig í þriðja leikhluta.  

 

 

Það vakti athygli fréttaritara Körfunnar að ásamt þremur erlendum leikmönnum og einum landsliðsmanni var Haukur Pálsson, 15 ára , í byrjunarliði Fjölnismanna en hann er yngri bróðir Tryggva Pálssonar sem hefur spilað með meistaraflokki Fjölnis undanfarin ár. Það voru heimamenn sem höfðu frumkvæðið í upphafi og voru með 6 stiga forskot, 10-4 þegar fjórar mínútur voru liðnar. Þórsarar taka svo leikhlé þegar leikhlutinn er rúmlega hálfnaður og munurinn orðinn 11 stig, 17-6. Leikmenn Þórs náðu aðeins að rétta sinn hlut og minnkuðu muninn niður í 7 stig en komust ekki nær því Fjölnismenn gáfu aftur í og endaði leikhlutinn því með 13 stiga forskoti heimamanna, 28-15. 

 

Fjölnismenn héldu áfram að bæta í í öðrum leikhluta en það gekk þó hægt og munurinn var orðinn 16 stig þegar leikhlutinn var hálfnaður, 36-21.  Bárður Eyþórsson þjálfari Fjölnismanna var duglegur að gefa yngri mönnum tækifæri og því var ábyrgðin mikil á reyndari leikmönnum eins og Kristinni Jónassyni sem spilaði virkilega vel í öðrum leikhluta. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum var staðan 39-26. Gestunum gekk illa að koma skipulagi á sóknarleik sinn og voru mjög hikandi. Seinustu mínútrnar af leikhlutanum voru í nokkurri óreiðu og hvorugt lið að spila fínan bolta. Fjölnir voru þá  með 4 yngrikynslóðarleikmenn inná vellinum, sem eru flestir að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki. Staðan í hálfleik var 43-28. 

 

Stigahæstir í hálfleik hjá Fjölni voru Kristinn Jónasson með 13 stig, Anthony Drejaj með 12 stig og Kartlon Mims með 10 stig þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað í öðrum leikhluta. Hjá gestunum í Þór voru það Tom Port með 9 stig, Isac Westbrooks með 6 stig og aðrir með minna. 

 

Seinni leikhluti byrjaði ekki vel fyrir áhorfendur leiksins því lítið var um fína burði hjá báðum liðum. Þórsarar voru að skjóta við fyrsta tækifæri í flestum sóknum en það var ekki vænlegt til árangurs. Fjölnismenn skriðu því hægt og rólega frammúr og var munurinn kominn upp í 24 stig þegar leikhlutinn var hálfnaður, 56-32. Fjölnismenn héldu áfram að sýna yfirburði sína og náðu forskotinu upp í 31 stig þegar leikhlutanum lauk, 76-36. 

 

Það gekk lítið sem ekkert hjá gestunum í fjórða leikhluta frekar en í þeim sem á undan komu og þegar rúmlega þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum höfðu Fjölnismenn tvöfaldað stig gestana í stöðunni 76-38. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum tók Bárður leikhlé en Þór hafði skorað seinustu 5 stig leiksins. Þór tókst þó aldrei að rétta sinn hlut og endaði því leikurinn með 35 stiga sigri heimamanna, 87-52. 

Stigahæstir hjá heimamönnum var Anthony Drejaj með 23 stig og 8 stolna bolta, Kristinn Jónasson með 15 stig og Karlton Mims með 12 stig.

Hjá Þór Þ. Voru það Isac  Westbrooks með 10 stig, Tom Port og Grétar Ingi Erlendsson með 9 stig hvor.

Bárður Eyþórsson þjálfari Fjölnis var að vonum ánægður með leikinn og sagði leikinn hafa verið skildusigur. Hann spilaði á mörgum ungum leikmönnum í dag og sagði þetta vera framtíðarmenn liðsinns ásamt tveimur öðrum sem hefðu verið að spila með 11. flokki í dag. Bárður sagðist ekki sjá frammá að fá Hjalta Vilhjálmsson aftur inn á þessu tímabili og sagði ,,hann var búinn að stíga mikið upp í desember og því mikið áfall að missa hann.”   

Texti: Gísli Ólafsson 

Mynd: Snorri Örn Arnaldsson

Fréttir
- Auglýsing -