10:40
{mosimage}
(Sigursælar kempur frá Val!)
Valur Old-Boys sigraði á Old-Boys móti Skallagríms, Borgarnesmótinu með því að leggja alla andstæðinga sína að velli. Valur hefur því unnið mótið tvö ár í röð.
Valsliðið byrjaði á að sigra Selfoss eftir spennandi leik, Selfoss byrjaði mun betur og komst í 12-2 en Valsmenn tóku sig saman í andlitinu og sigu hægt og bítandi framúr og uppskáru góðan sigur. Næst var leikið við heimalið Skallagríms, sem hefur á skipa léttleikandi og skemmtilegu lið með fyrrum meistaraflokksmenn Skallagríms. Með liðinu lék Valur Ingimundarson sem sýndi gamla(!) takta. Leikurinn var jafn allan tíman en Valsmenn náðu að knýja fram sigur með góðum kafla í seinni hálfleik.
Lokaleikurinn gegn afar leikreyndu liði Molduxu frá Sauðaárkróki var æsispennandi allan leikinn og skiptust liðin á að hafa forystu. Valsmenn náðu þriggja stiga forskoti þegar Örn þórisson "missti" boltan oní körfuna fyrir utan þriggjastiga línuna, en Alfreð Guðmundsson, prímusmótór Moldugsa setti niður ævintýralega þriggjastigakörfu og jafnaði 35-35 rétt áður en lokaflautið gall, þurfti því að framlengja leikinn. í framlengingu tóku Valsmenn öll völd, Birgir Mikaelsson setti niður mikilvæga þrista og Trausti Jósefsson reif niður sóknarfráköst, en honum voru mislagðar hendur af vítalínunni eins og í öðrum leikjum mótsins. Lokatölur leiksins urðu 45-39 fyrir Old-Boys Vals.
Mikla athygli vöktu innáskiptingar þjálfara Old-Boys, Hannesar Birgis Hjálmarssonar og aðstoðarmanns hans Péturs Stefánssonar, en þær miðuðu að því að halda jafnsterku liði inn á vellinum út alla leikina, sú taktík gekk vel upp þar og allir leikmenn utan einn náðu að skora í mótinu.
Tveir nýliðar léku með Old-Boys Vals í mótinu og stóðu sig með stakri prýði, Birgir Mikaelsson og Kristinn Kristjánsson.
Myndatexti. Leikmenn Old-Boys Vals sem sigraði á Borgarnesmóti Skallagríms 2008Efri röð frá vinstri: Hannes Birgir Hjálmarsson, þjálfari og fyrirliði, Trausti Jósefsson, Birgir Mikaelsson, nýliði, Stefán S. Stefánsson og Stefán Árnason Neðri röð frá vinstri: Pétur Stefánsson, aðstoðarþjálfari og vara fyrirliði, Kristinn Kristjánsson, nýliði, og Örn Þórisson.
Mynd: Sigríður Leifsdóttir
Frétt og mynd af www.valur.is



