06:00
{mosimage}
Þrír leikir eru á dagskrá í dag. Í Grafarvoginn mæta Keflvíkingar og etja kappi við heimamenn í Iceland Express-deild karla en þessum leik var frestað milli jól og nýárs. Leikurinn hefst kl. 19:15. Með sigri geta Keflvíkingar náð fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar. Fjölnismenn sem eru í bullandi fallbaráttu þurfa á sigri að halda en þeir eru með sex stig eins og Hamar en næstu lið eru með 10 stig.
Vestur í bæ verður leikur Hamars og KR í Iceland Express-deild kvenna en þessum leik var frestað í gær vegna veðurs. Hefst leikurinn kl. 20:00. KR-ingar eru í 3.-4. sæti með 20 stig eins og Haukar en þær eiga tvo leiki inni en efsta lið deildarinnar Grindavík er með 24 stig.
Einn leikur er í 1. deild karla en það er viðureign Ármanns/Þróttar og FSu og hefst hann kl. 20:30 í Laugardalshöllinni.
Tveir leikir eru í bikarkeppnum yngri flokka. Í drengjaflokki eigast við Haukar og Njarðvík á Ásvöllum kl. 20:45 og í 9. flokki kvenna mæta Keflvíkingar vinkonum sínum í Keflavík-b og hefst leikurinn kl. 19:00 í Akademíunni.
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson



