22:02
{mosimage}
(Halldór Halldórsson átti síðasta skotið í venjulegum leiktíma –
en Lúðvík Bjarnason varði skotið og leikurinn var framlengdur)
Það var boðið upp á allt í Hafnarfirðinum í kvöld þegar Haukar mættu Breiðablik í 1. deild karla. Breiðablik var fyrir leikinn í 1. sæti með fullt hús stiga en Haukar í 6. sæti með 8 stig og í harðri baráttu við liðin í kringum um sæti í úrslitakeppninni.
Það var ljóst á fyrstu mínútu leiksins að Haukar ætluðu ekki að gera toppliði Breiðabliks þetta auðvelt. Heimamenn skoruðu fyrsta stig leiksins en Kristján Sigurðsson setti niður þriggjastigakörfu fyrir Breiðablik í næstu sókn á eftir. Haukar skoruðu næstu 5 stig og voru komnir 3 stigum yfir, 6-3.
Liðin skiptust á að leiða og voru Haukar ávallt skrefinu á undan með 2-4 stigum en liðin voru jöfn að stigum þegar leikhlutanum lauk, 22-22.
Það var sama upp á teningnum í öðrum leikhluta og liðin hnífjöfn framan af. Haukar spiluðu fasta svæðisvörn sem að gestirnir áttu í basli með.
{mosimage}
Einar Árni, þjálfari Breiðabliks, skipti yfir í svæðisvörn í stöðunni 27-29 og áttu Haukar ekki í erfiðleikum með að koma knettinum í körfuna og náðu góðum kafla. Haukar skoruðu 7 stig á móti engu Blika og svo snérist dæmið við. Blikar hertu vörnina og á sama tíma gekk ekkert upp hjá Haukum. Blikar skoruðu þá 7 stig gegn engu Haukastig og staðan 34-36. Haukar komust yfir með tveim stigum, 38-36, en Blikar jöfnuðu leikinn í næstu sókn á eftir og staðan 38-38 og 27 sek. eftir af öðrum leikhlut.
Haukar héldu til sóknar og þegar 12 sek eru eftir kemst Nemanja Sovic inn í sendingu og brunar í hraðaupphlaup sem hann nýtti til fulls. Haukar flýta sér aðeins of og Sigurður Einarsson kastar boltanum beint í hendurnar á Sovic sem að leggur knöttinn ofaní um leið og leiktímanum lýkur. Bikar leiddu með 4 stigum í hálfleik, 38-42.
{mosimage}
Breiðablik byrjaði mun betur í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu 5 stigin. Voru þeir komnir með álitlega stöðu eða 9 stigum yfir. Haukar minnkuðu muninn í 5 stig með tveimur góðum körfum og blikar svöruðu með góðri þriggjastigakörfu. Henning Henningsson, þjálfari Hauka, lét dómarana fara mikið í taugarnar á sér á þessum tímapunkti og uppskar að launum tæknivillu. Breiðablik nýtti bæði vítaskotin og voru komnir 10 stigum yfir.
Haukar voru ekki á þeim buxunum að láta þetta á sig fá og svöruðu Blikum með tveim þriggjastigakörfum í röð og minnkuðu muninn aftur í 4 stig og 3 mínútum seinna var munurinn 1 stig, 54-55. Blikar spýttu í lófana og fóru inn í lokaleikhlutan með 6 stiga forskot, 55-61.
Áfram hélt leikurinn að vera jafn og spennandi og var ljóst að sigurinn gat dottið beggja megin. Blikar höfðu yfirhöndina allan leikhlutan en Haukamenn eltu þá eins og skugginn.
Blikar leiddu með 3 stigum þegar 1 mínúta var eftir af leiknum. Helgi Einarsson, Haukum, var búinn að leika virkilega vel fyrir þá fékk 2 vítaskot og nýtti annað og minnkaði muninn í 2 stig. Breiðablik fór í sókn og Haukar ná boltanum og brutu á Helga sem lennti harkalega á hnénu og þurfti að fara útaf. Haukar voru komnir í bónus og ískaldur kom Arnar Hólm Kristjánsson inn á völlinn og nýtti bæði vítaskotin sín. Leikurinn var þarna jafn, 69-69, og Breiðablik átti síðustu sóknina.
{mosimage}
Grænir nýttu klukkuna vel og boltinn barst til Halldórs Halldórssonar sem mundaði skot en Lúðvík Bjarnason varði skotið hans og vann boltann. Lúðvík keyrði að körfu Blika en tíminn var úti áður en hann náði að skjóta.
Leikurinn var jafn og ljóst að það þyrfti að framlengja.
Breiðablik voru sterkari í framlengingunni og unnu 7 stiga sigur 74-81. Munurinn gefur þó ekki rétta mynd af stöðunni því á fyrir lokamínútu leiksins leiddu Blikar með einu stigi 74-75. Síðustu stig Blika komu nær öll af vítalínunni en Haukar freistuðu þess að eiga von með því að brjóta á Blikum en það gekk því miður ekki upp fyrir þá í þetta skiptið.
Stigahæstir hjá Breiðablik voru Nemanja Sovic með 27 stig, 8 fráköst og 2 varin skot og Kristján Sigurðsson var með 21 stig og 4 stoðsendingar.
Hjá Haukum var það Marel Guðlaugsson með14 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar og Sveinn Ómar Sveinsson var með 13 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar.
Tölfræði
Texti: Emil Örn Sigurðarson – [email protected]
Mynd: [email protected]



