spot_img
HomeFréttirMims og Herbert sendir heim: Knitter inn hjá Fjölni

Mims og Herbert sendir heim: Knitter inn hjá Fjölni

14:29
{mosimage}

(Bárður breytir til hjá Fjölni) 

Fjölnismenn halda á Krókinn í dag með nokkuð breyttan leikmannahóp þar sem þeir Karlton Mims og Terrance Herbert munu ekki leika meira með Fjölni á þessari leiktíð. Þetta staðfesti Bárður Eyþórsson þjálfari Fjölnismanna í samtali við Karfan.is í dag.  

Fjölnismenn hafa sent þá Mims og Herbert heim og í þeirra stað kom inn stór Bandaríkjamaður að nafni Shawn Knitter sem mun skila stöðu miðherja og kraftframherja hjá Fjölni. ,,Það var mikil ánægja með Mims í okkar röðum en okkur tókst ekki að ná í stóran Evrópumann og því varð hann að fara,” sagði Bárður og kvaðst fara brattur með Fjölni norður á Sauðárkrók í dag. 

,,Þetta verður erfiður leikur en það er nóg eftir af mótinu og sigur í kvöld getur fleytt okkur langt,” sagði Bárður en leikur Tindastóls og Fjölnis hefst kl. 19:15 á Sauðárkróki.  

Bárður bætti því við að Terrance Herbert hefði ekki staðið undir væntingum hjá Fjölni og því hefði þessi ákvörðun verið tekin. Shawn Knitter mun því leika sinn fyrsta leik með Fjölni í kvöld.  

[email protected]

Mynd: www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -