23:28
{mosimage}
(Jeff Green og Kevin Durant)
Árleg Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar fer fram helgina 15.-17. febrúar. Nýliðaleikurinn svokallaði fer fram föstudagskvöldið 15. febrúar og er búið að tilkynna liðin. Aðeins níu leikmenn eru í hvoru liði en eins og undanfarin ár þá verður annað liðið skipað leikmönnum á fyrsta ári og hitt skipað leikmönnum á öðru ári. Flestir ungu og efnilegu leikmenn NBA taka þátt í leiknum og verða nöfn eins og Kevin Durant og Andrea Bargnani með í slagnum.
Lið fyrsta árs leikmanna:
Kevin Durant – Seattle
Jeff Green – Seattle
Al Horford – Atlanta
Luis Scola – Houston
Mike Conley – Memphis
Juan Carlos Navarro – Memphis
Yi Jianlian – Milwaukee
Sean Williams – New Jersey
Jamario Moon – Toronto
Lið annars árs leikmanna:
Brandon Roy – Portland
LaMarcus Aldridge – Portland
Rajon Rondo – Boston
Daniel Gibson – Cleveland
Jordan Farmar – L.A. Lakers
Rudy Gay – Memphis
Andrea Bargnani – Toronto
Ronnie Brewer – Utah
Paul Millsap – Utah
Ef einhverjir þessara leikmanna verða valdir í Stjörnuleikinn sjálfan munu þeir einnig taka þátt í nýliðaleiknum.



