10:10
{mosimage}
(30 stig hjá Kobe!)
Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í gær, sunnudag, þar sem LA Lakers gerðu góða ferð í höfuðborgina og lögðu Washington Wizards 91-103 og þá höfðu Detroit Pistons betur gegn Dallas Mavericks 90-67.
Hinn nýji liðsmaður Lakers Pau Gasol lék ekki með liðinu í nótt heldur sat hann á hliðarlínunni með aðstoðarþjálfaranum Brian Shaw og samkvæmt NBA vefsíðunni voru þeir að ræða hluti tengda þríhyrningssókn Lakers. Kobe Bryant var stigahæstur í leiknum með 30 stig og 6 fráköst en 5 leikmenn Lakers gerðu 12 stig eða meira í leiknum. Hjá Wizards var Antwan Jamison með 21 stig og 11 fráköst en Wizards leika enn á Gilberts Arenas sem er meiddur.
Pistons áttu ekki í nokkrum vandræðum með gesti sína frá Dallas og skelltu þeim 90-67 þar sem Rasheed Wallace gerði 21 stig og tók 9 fráköst. Hjá gestunum voru Dirk Nowitzki og Josh Howard báðir með 15 stig. Nowitzki tók auk þess 10 fráköst.
Mynd: Úr safni



