09:00
{mosimage}
(Allen Iverson var drjúgur fyrir Denver í nótt)
Það voru alls 9 leikir spilaðir í NBA deildinni í nótt og var leikur Portland og Denver sýndur beint á NBA TV sem reyndist vera hin mesta skemmtun.
Sjónvarpsleikur næturinnar var rosalegur en Denver Nuggets og Portland Trailblazers mættust í Portland. Það þurfti framlengingu til og svaðaleg körfu frá Allen Iverson þegar innan við 1 sek. var eftir til að tryggja Denver sigur, 105-103, eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum framan af.
Carmelo Anthony var stigahæstur Denver með 28 stig og 15 fráköst en hjá Portland var það Brandon Roy en hann skoraði 27 stig og tók 7 fráköst
Josh Smith átti fína spretti fyrir Atlanta Hawks þegar þeir sigruðu Philadelphia 76ers, 96-91. Smith skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og varði 9 skot. Hjá Philadelphia var það Andre Miller sem var atkvæðamestur með 29 stig og 6 fráköst.
Orlando Magic og Dallas Mavericks mættust í Orlando og höfðu gestirnir fínan sigur 107-98. Josh Howard var stigahæstur Dallasmanna með 28 stig og 7 fráköst
Í liði Orlando náði Hedo Turkoglu sinni fyrstu þrefaldri tvennu á ferlinum en hann skoraði 13 stig, var með 13 stoðsendingar og 12 fráköst en Dwight Howard var stigahæstur með 28 stig.
LA Clippers endaði 9 leikja taphrinu sína þegar þeir sigruðu gegn liði New York Knicks 103-94.
New York spilaði ágætlega í fyrri hálfleik og voru yfir í hálfleik en leikur þeirra var ekki góður í seinni hálfleik og þá sérstaklega í þriðja leikhluta.
Corey Maggetta kom sterkur inn af bekknum fyrir Clippers og skoraði 19 stig og tók 6 fráköst en hjá New York var það Eddie Curry sem skoraði mest alls 19 stig.
Toranto Raptors gerðu góða ferð í hitan í Miami og sigruðu heimamenn í Heats með 32 stigum, 114 -82. Toranto gerðu út um leikinn í fyrsta leikhluta en þeir leiddu 33-12 eftir hann.
Chris Bosh var atkvæðamestur í jöfnu liði gestanna með 24 stig en Dorell Wright var stigahæstur Miami með 17 stig. Byrjunarlið heimamanna var að spila afleitlega og komu meira en helmingur af stigum þeirra af bekknum.
Minnesota Timberwolves og Houston Rockets mættust í Minneapolis og sigruðu gestirnir 92-86.
Tracy McGrady hefur verið að koma betur og betur inn í leik Houston eftir að hafa verið meiddur og hafa Houston unnið 8 af 9 leikjum sínum síðan hann kom til baka. McGrady var stighæstur Houstonmanna með 26 stig og 7 stoðsendingar. Stórleikur Al Jefferson dugði því miður ekki til hjá heimamönnum en hann var með 33 stig og 16 fráköst.
Utha Jazz átti ekki í teljandi vandræðum með New Orleans Hornets þegar þau mættust á heimavelli Utha og sigruðu 110-88.
Deron Williams var stigahæstur Jazz með 29 stig og 11 stoðsendingar en hjá Hornets var það Jannero Pargo sem var með flest stig eða 24 talsins.
Phoenix Suns kláruðu leik sinn gegn Charlotte Bobcats fyrir utan þriggjastigalínuna en þeir settu niður 16 slíkar körfur og voru rétt undir 45% nýtingu í 118-104 sigri.
Leandro Barbosa var stigahæstur hjá Suns en hann skoraði 30 stig og kom helmingur stiga hans úr þriggjastigaskotum og hjá Bobcats var það Jason Richardson með 25 stig
Chicago Bulls unnu síðan að lokum flottan sigur á Seattle Supersonics, 118-108.
Joe Smith var stigahæstur í jafngóðu liði Chicago með 25 stig og 15 fráköst en hjá Seattle var Wally Szczerbiak atkævðamestur með 21 stig.



