spot_img
HomeFréttirWebb: Mætum grimmir í leikinn á fimmtudag

Webb: Mætum grimmir í leikinn á fimmtudag

22:00
{mosimage}

 

(Webb og Matthías Imsland við athöfnina á Carpe Diem í dag)

 

Þrátt fyrir að hafa misst þá Zeko og Axel Kárason í meiðsli hafa Skallagrímsmenn engu að síður verið að gera gott mót og með einhverju móti hefur þjálfarinn Ken Webb náð að blása sínum mönnum byr í brjósti. Borgnesingar sitja í 4. sæti Iceland Express deildarinnar með 18 stig og hafa komið verulega á óvart í fjarveru lykilmanna. Ken Webb þjálfari Skallagríms var í dag útnefndur besti þjálfarinn í umferðum 9-15 í Iceland Express deild karla og segir Skallagrímsmenn ætla sér að koma fram hefndum gegn Fjölni á fimmtudag og að óðar styttist í endurkomu Axels. 

,,Í fjarveru Axels og Zeko fórum við að leika vörn, við þurftum þess, og við lögðum ríkari áherslu á fráköstin og þá komu nokkrir leikir hér heima þar sem við stóðum okkur vel. Því máttum við þakka fyrir bættan varnarleik því framan af tímabilinu vorum við ekki að gera okkur hlutina auðveldari. Nú þegar við einbeittum okkur að vörninni small þetta saman og við náðum fínum kafla í deildinni,” sagði Webb í samtali við Karfan.is. 

Það var augljóst að Ken Webb sárnaði að þurfa að tala um bikarkeppnina en hann var ákveðinn þegar umræðan barst að talinu um leik Fjölnis og Skallagríms í deildinni á fimmtudaginn kemur. ,,Því miður duttum við út úr bikarnum, við fengum okkar möguleika en tókst ekki að klára leikinn. Þetta var í fyrsta sinn fyrir marga af okkar leikmönnum þar sem pressan var á okkur, flestir bjuggust við okkar sigri þar sem við höfðum verði á góðu róli. Vonandi lærum við af þessari reynslu og nýtum hana okkur til hags í úrslitakeppninni,” sagði Webb og gerði fastlega ráð fyrir því að sínir menn myndu mæta klárir í slaginn í Grafarvoginn. 

,,Ég gerir ráð fyrir því að við mætum nokkuð grimmir í leikinn gegn Fjölni á fimmtudag. Hann mun reyndar skipta okkur miklu máli þar sem við erum í harðri baráttu í deildinni um heimaleikjaréttinn í það minnsta fyrir fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þá viljum við einnig koma fram hefndum í garð Fjölnismanna fyrir tapið í bikarnum. Þetta þýðir að við verðum að standa okkur vel í næstu leikjum,” sagði Webb og bætti við að Skallagrímsmenn hefðu trú á sínum leik og að Borgnesingar væru fullfæriri um að eignast virkilega gott körfuboltalið. 

Aðspurður um málefni Axels Kárasonar sagði Webb að stefnt væri að þvi að hann yrði klár 14. febrúar en að um vika væri í að hann gæti hlaupið með á æfingum. 

[email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -