11:49
{mosimage}
(Jón Arnór)
Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í ítalska körfuknattleiksliðinu Lottomatica Roma leika í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í 16-liða úrslitum keppninnar. Roma leikur gegn tveimur spænskum liðum, Barcelona og Unicaja Malaga, og Evrópumeistaralið CSKA Moskva frá Rússlandi er fjórða liðið í riðlinum. Það er ljóst að róðurinn verður erfiður hjá Roma því Unicaja lék í undanúrslitum gegn CSKA fyrir ári síðan í þessari keppni. Frá þessu er greint á www.mbl.is
Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 8-liða úrslit en riðlarnir eru þannig skipaðir:
D-riðill:
Panathinaikos, Grikkland.
Montepaschi Siena, Ítalía.
Efes Pilsen, Tyrkland.
Partizan Igokea, Serbía.
E-riðill:
Lietuvos Rytas, Litháen.
Tau Ceramica, Spánn.
Fenerbahce Ulker, Tyrkland.
Aris TT Bank, Grikkland.
F-riðill:
Real Madrid, Spánn.
Maccabi Elite, Ísrael.
Zalgiris, Litháen.
Olympiacos, Grikkland.
G-riðill:
CSKA Moskva, Rússland.
Barcelona, Spánn.
Unicaja Malaga, Spánn.
Lottomatica Róma, Ítalía.



