spot_img
HomeFréttirNBA: Shaq til Phoenix

NBA: Shaq til Phoenix

23:09

{mosimage}

Miami og Phoenix skiptu á leikmönnum í dag þegar Shaquille O´Neal fór til Phoenix í skiptum fyrir Shawn Marion og Marcus Banks. Sögur fóru á kreik um möguleg skipti og allir helstu körfuboltamiðlarnir voru með fréttir um möguleg skipti. Fjölmiðlar vestanhafs segja að Shaq hafi staðist læknisskoðun hjá Phoenix og verður jafnvel meðal áhorfenda á leik Phoenix og New Orleans í kvöld sem verður í beinni útsendingu á NBAtv klukkan tvö í nótt.

{mosimage}

Shaquille O´Neal hefur fjórum sinnum orðið NBA meistari nú síðast með Miami árið 2006.

Shawn Marion hefur leikið allan sinn feril með Phoenix og verið valinn fjórum sinnum í Stjörnulið vesturdeildarinnar.

[email protected]

Myndir: AP

Fréttir
- Auglýsing -