spot_img
HomeFréttirValur vann FSu (Umfjöllun)

Valur vann FSu (Umfjöllun)

19:54
{mosimage}

Jason Harden

Toppslagur var í 1. deild karla í Vodafone höllinni að Hlíðarenda í kvöld þegar Valsmenn tóku á móti FSu.  Liðin eru í 2. og 3. sæti í deildinni og því má segja að um baráttu um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni hafi farið fram í kvöld.  Valsmenn höfðu betur í leiknum og unnu 5 stiga sigur, 94-89.  Liðin eru því jöfn að stigum eftir kvöldið með 20 stig hvort en FSu heldur 2. sætinu á betri stigaskori.  Leikurinn var jafn og spennandi allan tíman og undirritaður er tilbúinn að fullyrða að þegar þessi tvö lið mætast verði alltaf gríðarlega skemmtilegur körfuboltaleikur niðurstaðan.  Stigahæstir hjá Val voru Craig Walls með 24 stig, Rangar Gylfason með 20 stig og Steingrímur Ingólfsson með 15 stig.  Hjá Gestunum í FSu átti Vésteinn Sveinsson stórleik með 30 stig en næstir voru Matthew Hammer með 14 stig og Ante Kapov með 12 stig. 

 

 

FSu mættu öruggari til leiks í kvöld og áttu frumkvæðið framan af fyrsta leikhluta. Craig Walls skoraði fyrstu 6 stig Valsmanna og þar á meðal 2 nokkuð laglegar troðslur, ein þeir yfir Matthew Hammer.  Þegar leikhlutinn var um það bil hálfnaður höfðu Valsmenn hins vegar náð forksotinu með sterkum varnarleik og komust í fyrsta skiptið yfir í stöðunni 16-14.  Þegar um tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum höfðu liðin skipst á að skora og staðan jöfn 21-21.  Valsmenn höfðu þó betur á lokakaflanum og með þriggja stiga körfu frá Steingrími Ingólfssyni höfðu þeir 4 stiga forskot þegar flautan gall, 27-23.

 

Bryjar Karl þjálfari FSu tók leiklé strax eftir eina mínútu af öðrum leikhluta eftir að Valsmenn höfðu komist 7 stigum yfir stax í upphafi.  Etir þrjár mínútur af leik var staðan orðin 34-28 en FSu virtust vera í miklum vandræðum með að taka fráköstin undir sinni eigin körfu. Þegar leikhlutinn var hálfnaður hafði FSu aftur minnkað muninn niður í 1 stig, 34-33.  Leikhlutanum lauk hins vegar með 5 stiga forskoti Valsmanna, 47-42. Spennustigið var hátt í leiknum og bæði lið misstu því  boltan oft klaufalega frá sér í fyrri hálfleik sem gerði leikinn bara skemmtilegri ef eitthvað var.

 

 

{mosimage}

 

Rob Hodgson 

 

Stigahæstir í hálfleik voru hjá Val Craig Walls með 14 stig, Steingrímur Ingólfsson með 9 stig og  Ragnar Gylfason með 7 stig. Hjá FSu var Vésteinn Sveinsson atkvæðamestur 10 stig, Matthew Hammer  var með 9 stig og aðrir minna.  

 

Bæði lið mættu vel stemmd til þriðja leikhluta og skoruðu grimmt, Valsmenn náðu þó yfirhendinni eftir um það bil þrjár mínútur og leiddu með 10 stigum þegar Brynjar Karl þjálfari FSu tók leikhlé eftir um fimm og hálfa mínútu, 62-52.  Þegar um tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum höfðu Valsmenn ennþá forskotið en leikurinn var mjög hraður og mátti því ekki mikið útaf fara til þess að forskotið hyrfi út buskan.  Valsmenn héldu þó út leikhlutan og Jason Harden endaði leikhlutan svo með stæl með því að verja sniðskot Vésteinn Sveinssonar þegar um 6 sekúndur voru eftir. Munurinn var því 8 stig þegar fjórði og seinasti leikhluti hófst, 72-64.

 

 

{mosimage}

 

Bræðurnir Ari og Ragnar Gylfasynir berjast um boltann, Ari í FSu og Ragnar í Val

 

Fjórði leikhluti spilaðist nokkuð jafnt en Valsmenn höfðu þó alltaf forskotið.  Valsmenn spiluðu fína vörn en þegar leið á leikhlutan misstu þeir einbeitinguna í sóknarleiknum og gripu FSu menn tækifærið og náðu muninum hratt niður.  Þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum var munurinn ekki nema 3 stig og leikurinn galopinn, 84-81.  Valsmenn tóku þá af skarið og skoruðu 8 stig gegn tveimur á rétt rúmri mínútu og eftir það var leikurinn nánast unninn.  FSu tóku leikhlé þegar rétt rúm ein mínúta var eftir og munurinn 9 stig, 92-83.  Gestunum tókst þó ekki minnka muninn meira en svo að Valsmenn unnu 5 stiga sigur, 94-89 og gríðarlega mikilvægur sigur Valsmanna í toppbaráttu 1. deildar því staðreynd.

 

 

{mosimage}

 

Brynjar Karl þjálfari FSu fer yfir málin í leikhléi

 

{mosimage}

Vésteinn Sveinsson leikmaður FSu fer framhjá Valsmanni  

Texti: Gísli Ólafsson 

Myndir: [email protected]

 

 

Fréttir
- Auglýsing -