spot_img
HomeFréttirHaukar héldu Þrótturum stigalausum í fjórða leikhluta(Umfjöllun)

Haukar héldu Þrótturum stigalausum í fjórða leikhluta(Umfjöllun)

13:36

{mosimage}
(Lúðvík Bjarnason var hetja Hauka í gærkvöldi)

,,Ég bara hugsaði ekki það var málið, ég bara skaut eins og ég geri alltaf á æfingu – bara þetta venjulega,” þannig lýsti Lúðvík Bjarnason lokaskoti sínu í leik Hauka og Þróttar frá Vogum í gærkvöldi í 1. deild karla en Haukar unnu með tveimur stigum 68-70 og skot Lúðvíks reyndist sigurkarfan. Hann setti boltann ofaní þegar skammt var til leiksloka og skildi eftir aðeins tvær sekúndur á klukkunni fyrir Þróttara. Sá tími dugði ekki til og skot Hjartar Harðarsonar geigaði og Haukar unnu mikilvægan sigur.

Þrátt fyrir válynt og vont veður var leikurinn hin fínasta skemmtun og þá sérstaklega skotsýning Þróttara en þeir negldu þristum í fyrri hálfleik og um tíma skipti ekki máli hver það var eða hvaðan á vellinum. Grétar Garðarsson og Ásgeir Guðbjartsson skoruðu ásamt Hirti Harðarssyni, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Þrótt, voru atkvæðamestir í stigaskorun í fyrri hálfleik. Þróttar voru ávallt skrefi framar og leiddu 18-16 eftir fyrsta leikhluta og höfð svo sex stiga forystu í hálfleik 41-35.

{mosimage}
(Hjörtur Harðarson var að leika sinn fyrsta leik fyrir Þrótt)

Haukar sem höfðu verið á hælunum mest allan leikinn vöknuðu til lífsins í byrjun seinni hálfleiks og skoruðu fyrstu 10 stig hálfleiksins og breyttu stöðunni í 41-45. Þróttar svöruðu loksins og liðin skiptust á körfum næstu mínútur. Í stöðunni 54-55 skoruð Þróttar sjö stig í röð og komust 61-55 yfir. Grétar Guðbjartsson skoraði 4 stig á þessum kafla. Þegar um 2 mínútur voru eftir af 3. leikhluta var Marel Guðlaugssyni leikmanni Hauka vikið af velli fyrir brot á Þorsteini Kristinssyni. Haukar voru þá án fyrirliða síns það sem eftir var. Þróttar juku muninn næstu tvær mínútur og höfðu 11 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann 68-57.

Lokaleikhlutinn var eign Hauka á báðum enda vallarins eins og var minnst á fyrr og höfðu þeir tveggja stiga sigur.

Bæði lið léku án lykilmanna en Þróttarar voru án Ragnars Ragnarssonar sem var veðurteptur og Haukar léku án Sigurðar Einarssonar sem var erlendis.

{mosimage}
(Þorsteinn Kristinsson kátur að vanda)

Hjá Þrótti var var Ásgeir Guðbjartsson stigahæstur með 19 stig, Grétar Garðarssonar skoraði 16 og Hjörtur Harðarson skoraði 10.

Hjá Haukum var Lúðvík Bjarnason með 15 stig og Helgi Einarsson skoraði 13 stig(Öll í fyrri hálfleik).

Með sigrinum eru Haukar komnir í 4. sæti með 14 stig sex stigum á eftir Val og FSu sem eru í 3. og 4. sæti með 20 stig. Þróttur Þorlákshöfn er í 5. sæti með 12 stig en þeir eiga þrjá leiki til góða á Hauka. Sem fyrr þurfa Þróttarar að sætta sig við naum tap. Þeir eru í 9. sæti sem er fallsæti með 4 stig eins og Reynir Sandgerði en næstu lið fyrir ofan eru með átta stig.

Staðan í deildinni.

Myndir: [email protected]

Umfjöllun: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -