10:17
{mosimage}
(Rasheed Wallace)
Kevin Garnett leikmaður Boston hefur dregið sig úr Stjörnuleik NBA deildarinnar sem fram fer sunnudaginn 17. febrúar næstkomandi. Frá þessu var greint í gær og mun Rasheed Wallace frá Detroit Pistons taka hans stað í liðinu.
Garnett hefur nú misst af síðustu sjö leikjum Boston sökum meiðsla á kvið og segir Doc Rivers þjálfari Boston og liðs Austurstrandarinnar að Garnett muni ekki leika að nýju fyrr en eftir Stjörnuhelgina.
Áður en Garnett meiddist var hann með 19,2 stig og 9,9 fráköst að meðaltali í leik fyrir Boston en hann meiddist í leik gegn sínu gamla félagi Minnesota Timberwolves þann 25. janúar síðastliðinn. Garnett hlaut flest atkvæði í Stjörnuleikinn en nú í hans stað mun Rasheed Wallace hitta fyrir liðsfélaga sína Rip Hamilton og Cahaunsey Billups í liði Austurstrandarinnar.
Wallace er með 12,9 stig og 7,3 stig að meðaltali í leik fyrir Pistons á þessari leiktíð og leiðir Pistons í vörðum skotum og stolnum boltum.
Ekki hefur verið enn ákveðið hver tekur sæti Wallace í Stjörnuliðinu en Doc Rivers þjálfari þess mun ákveða það á næstunni.



