Fyrrum leikmaður Minnesota Timberwolves, New York Knicks og Golden State, Latrell Spreewell er í sannkölluðum “skítamálum”. Fjárhagur kappans þessa daganna virðist vera í molum og nú fyrir skemmstu var snekkja hans, “Milwaukee´s Best” seld á uppboði fyrir um 850 þúsund dollara, en snekkjan er metin á um 1.5 milljón dollara. Þetta var gert vegna kröfu sem að banki gerði upp á skuld sem hljóðar á 1.3 miljónir dollara (því skuldar hann þeim enn 500.þús $)
Enn fremur er hús kappans sem metið er á um 400 þús $ komið á nauðungaruppboð vegna vanræsklu kappans á greiðslum (hann greiðir um 2600 $/ 176.þús kr per mánuð) til “íbúðalánasjóðs” þar vestra. Húsið keypti kappinn árið 1994 í úthverfi Milwaukee og skuldar hann nú samkvæmt bankanum, 295 þúsund dollara.
Og svo ofaná allt þá ætlaði “pressan” vestra að hafa samband við kappans vegna þessara fregna en því miður náðist ekki í hann því það var búið að loka símanum hans. Þess má geta að Spreewell neitaði 3ja ára framlenginu á samningi sínum upp á 21 milljón dollara. “Ég þarf að getað fætt fjölskyldu mína” sagði kappinn sem taldi þessa upphæð greinilega móðgun.



