20:08
{mosimage}
(Chris Paul er heitur í herbúðum Hornets um þessar mundir)
Sex leikir eru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og verður viðureign Chicago Bulls og New Orleans Hornets sýnd í beinni útsendingu á NBA TV kl. 01:30 eftir miðnætti. Allra augu munu líkast til beinast að Chris Paul í nótt, leikstjórnanda Hornets, sem hefur leikið gríðarlega vel að undanförnu. Chris Paul er stigahæsti leikmaður Hornets með 20,4 stig að meðaltali í leik og í nótt munu Hornets freista þess að vinna sinn þriðja deildarleik í röð.
Hjá Bulls eru hins vegar meiðsli að hrjá hópinn og verða Bulls án þeirra Luol Deng og Ben Gordon í nótt en gert er ráð fyrir því að Kirk Hinrich snúi aftur eftir að hafa meiðst á rifbeini.
Aðrir leikir næsturinnar:
Atlanta Hawks-Detroit Pistons
Indiana Pacers-Boston Celtics
New Jersey Nets-Minnesota Timberwolves
Miami Heat-Denver Nuggets
Memphis Grizzlies-Sacramento Kings



