spot_img
HomeFréttirMolly: Erfitt að lesa okkur

Molly: Erfitt að lesa okkur

22:03

{mosimage}
(Molly Peterman skoraði 31 stig fyrir Val í 10.-17. umferð)

Bandaríski leikmaður Vals Molly Peterman var í dag valin í úrvalslið Iceland Express-deildar kvenna fyrir umferðir 10.-17. Molly hefur spilað vel fyrir Val það sem er af vetri og er Valsliðið í harðri baráttu við Hauka um fjórða sætið í deildinni. Molly sem hefur leikið í Argentínu, Þýskalandi og Írlandi er ánægð með dvöl sína á Fróni.


,,Þetta er frábært,” sagði Molly um val sitt í úrvalsliðið. ,,Ég hef notið þess að vera hér. Stelpurnar eru frábærar og frábært að vera hluti af þessum hóp.”

Molly sagði að hún væri ánægð með veru sína á Íslandi og að deildin hafi ekki valdið sér vonbrigðum. ,,Umboðsmaðurinn minn sagði mér að þetta væri ágæt deild og er ánægð með samkeppnina í henni.”

{mosimage}
(Foreldrar og skyldmenni Mollyar heimsóttu hana og voru með henni í dag)

Valsstelpur hafa verið á mikilli uppleið og Molly sagði að liðið væri óútreiknanlegt. ,,Við erum á uppleið og það er mikið sjálfstraust í liðinu. Allir eru að stíga upp og við vitum aldrei hver mun eiga stórleik. Önnur lið geta ekki reiknað okkur út og sagt dekkaðu þessa eða þessa því það eru margir leikmenn að stíga upp og gera stóra hluti. Þannig að það verður gaman að sjá hvernig tímabilið þróast. Við stefnum að því að komast upp fyrir Hauka en það verður mikil áskorun.”

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -