spot_img
HomeFréttirMikið fjör í NBA í nótt

Mikið fjör í NBA í nótt

10:56
{mosimage}

(Argentínumaðurinn Ginobili var sjóðheitur í nótt) 

Fjórtán leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og margir þeirra mjög áhugaverðir. Detroit vann 10. leik sinn í röð í annað sinn á leiktíðinni og Houston vann 8. leik sinn í röð. Þá lauk LA Lakers 9 leikja útivallarispu sinni og vann 7 af þeim. Frá þessu er greint á www.visir.is  

San Antonio er líka á miklu ferðalagi og í nótt vann liðið góðan útisigur á Cleveland 112-105. Manu Ginobili fór á kostum í liði San Antonio og skoraði 46 stig og gaf 8 stoðsendingar og skoraði 8 þrista. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst. LeBron James skoraði 39 stig fyrir Cleveland og gaf 9 stoðsendingar og Larry Hughes skoraði 26 stig. 

Orlando skellti Denver á heimavelli 109-98 þar sem Rashard Lewis skoraði 25 stig fyrir heimamenn og Dwight Howard skoraði 23 stig og hirti 24 fráköst. Carmelo Anthony skoraði 32 stig fyrir Denver og Allen Iverson 21 stig. Þessi leikur verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn annað kvöld. 

Smellið hér til að lesa nánar um úrslit næturinnar 

www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -