12:10
{mosimage}
(Bragi Magnússon gerir enn eina breytinguna á leikmannahópi Stjörnunnar)
Stjörnumenn hafa sent Calvin Roland heim og í hans stað kemur Jarrett R. Stephens sem er tæplega 31 árs gamall Bandaríkjamaður með mikla reynslu úr Evrópuboltanum. Hann er tæplega 2 metrar á hæð og spilar stöðu framherja/miðherja.
Í vetur hefur hann spilað í Frakklandi og Argentínu en tímabilið verið nokkuð endasleppt og hann verið samningslaus síðan í desember. Væntanlega verður Stephens með Stjörnunni gegn Njarðvík í kvöld.



