13:30
{mosimage}
Það var ekki aðeins dregið í riðla í B deild karla og kvenna í dag, einnig var dregið í riðla í A deild þar sem keppt er um laus sæti á EM sem fram fer í Póllandi í september 2009. Frændur vorir Finnar sem voru með Íslandi í riðli í B deildinni síðast lentu í A riðli með Ítölum, Serbum, Búlgörum og Ungverjum. Í B riðli eru Lettar, Portúgalir, Eistar og Makedónar, í C riðli eru Tyrkir, Frakkar, Belgar og Úkraínumenn. Að lokum eru það Tékkar, Ísraelar, Bretar og Bosníumenn sem leika í D riðli.
Leikið verður í ágúst og september 2008 og komast 7 af þjóðunum beint á EM í Póllandi en síðasta sætið er opið fram í ágúst 2009.
Átta þjóðir hafa tryggt sér sæti nú þegar en það eru Evrópumeistarar Rússa, Spánverjar, Litháar, Grikkir, Þjóðverjar, Króatar, Slóvenar og gestgjafarnir frá Póllandi.
Í kvennakeppninni leika í A riðli, Þýskaland, Úkraína, Litháen, Ísrael og Bretland. Í B riðli eru Tyrkland, Finnland, Ítalía, Pólland og Bosnía. Í C riðli eru Rúmenía, Slóvaíka, Frakkland, Króatía og Ungverjaland. Í D riðli eru Serbía, Búlgaría, Belgía og Grikkland.
Fimm þjóðir hafa tryggt sér sæti í keppninni sem fer fram í Lettlandi í júní 2009. Það eru Evrópumeistarar Rússa, Spánn, Hvíta Rússland, Tékkland og gestgjafarnir frá Lettlandi.



