spot_img
HomeFréttirYfirgnæfandi meirihluti spáir Grindavík og Snæfell sigrum

Yfirgnæfandi meirihluti spáir Grindavík og Snæfell sigrum

15:41
{mosimage}

(ÍR-ingar urðu Lýsingarbikarmeistarar í karlaflokki í fyrra) 

Nú hafa tvær kannanir verið í gangi hér á Karfan.is þar sem við spyrjum hverjir lesendur telji að verði bikarmeistarar í karla- og kvennaflokkum. Yfirgnæfandi meirihluti svarenda segir að Grindavík í kvennaflokki og Snæfell í karlaflokki muni hreppa hnossið að þessu sinni. 

Í kvennaflokki segja 62,4% að Grindavíkurkonur verði Lýsingarbikarmeistarar eða alls 154 af þeim sem hafa tekið þátt.

Í karlaflokki er munurinn enn meiri og segja 81,8% þáttakenda að Snæfellingar verði Lýsingarbikarmeistarar eða 284 þeirra sem hafa kosið. 

Senn líður að bikarúrslitum og verður fróðlegt að sjá hvort þessar tölur muni eitthvað breytast fyrir helgi en hægt verður að kjósa áfram fram á sunnudag.

Fréttir
- Auglýsing -