spot_img
HomeFréttirNBA: Chris Paul með stórleik gegn Dallas

NBA: Chris Paul með stórleik gegn Dallas

 Chris Paul stal senunni í fyrsta leik Jason Kidd fyrir Dallas Maverics í nótt þegar hann smellti 32 stigu í andlitið á fyrrum New Jersey leikmanninum. Paul lét ekki staðar numið þar heldur gerði hreinlega lítið úr nýja manninum hjá Dallas með 9 stolnum boltum og 11 stoðsendingum. Tölur sem eru í raun þekktari á tölfræðiskýrslu Kidd.  Á meðan átti Kidd afleiddan leik hjá Dallas með aðeins 8 stig á 36 mínútum. Þarf varla að taka það fram að New Orleans vann leikinn 104-93. Dirk Nowitski fór fyrir sínu liði með 31 stig.

Fréttir
- Auglýsing -