spot_img
HomeFréttirHlynur: Maður veit aldrei hvað kemur í borðið

Hlynur: Maður veit aldrei hvað kemur í borðið

11:30
{mosimage}

(Hlynur Elías Bæringsson) 

Hlynur Bæringsson kveðst klár í slaginn með Snæfellingum í dag en við hittum kappann á sameiginlegum blaðamannafundi KKÍ og Lýsingar á miðvikudag og báðum hann um að spá fyrir hvernig hans fyrsta karfa yrði í Laugardalshöll í dag. 

,,Fyrsta karfan, hún verður væntanlega ekkert sérstaklega flott, sennilega eftir sóknarfrákast og tilþrifalítil,” sagði Hlynur kátur í bragði en mikið mun mæða á Hlyni í dag. Hvað verður það síðasta sem hann gerir þegar hann yfirgefur Laugardalshöll í dag? ,,Ætli það verði ekki bara að klæða mig í skónna og vonandi með eitthvað í farteskinu,” sagði Hlynur sposkur.  

Hlynur kvaðst spenntur fyrir leiknum en sagðist ekkert vera að ,,deyja” úr stressi. ,,Við kunnum að undirbúa okkur fyrir svona leiki og þetta er svolítið fjör og við megum ekki klikka núna,” sagði Hlynur sem hefur gaman af því að taka í spil í formi pókers svo við studdumst við þá myndlíkingu.  

Er óhætt að segja að bæði lið séu All inn núna?
,,Já, nú er þetta spurning um hvort liðið sé með ásaparið, það eru sterk spil en ásasparið tapar stundum líka. Það er ekki alltaf sá sem er með bestu spilin sem vinnur og það er fegurðin við þetta. Það þýðir ekkert að mæta með sigurstranglegra lið og halda bara að þú vinnir leikinn. Maður veit aldrei hvað kemur í borðið,” sagði Hlynur í pókerspjalli sínu við Karfan.is.  

Eru Snæfellingar sigurstranglegri í dag?
,,Það er eðlilegt að skoða stöðuna í deildinni og telja annað liðið sigurstranglegra en þú verður að sýna andstæðingum þínum virðingu og leggja þig allan fram því það gerist ekkert af sjálfu sér. KR tapaði á móti ÍR um daginn og það eru allir sammála um það að KR er með betra lið en þeir mættu ekki tilbúnir í leikinn og töpuðu.” 

Hvernig munu liðin haga sínum málum í leiknum?
,,Ég held að við viljum láta fleiri menn koma við boltann í hverri sókn, Knitter og Drejaj eru hættulegir hjá Fjölni og vilja svolítið fá að spila solo og hafa hæfileikana til þess en bæði lið eru lík að því leiti að þau vilja spila svolítið á hálfum velli. Þá er þetta leikur fyrir Shouse til að láta ljós sitt skína en hann er einstaklega duglegur og ósérhlífinn sem er mjög gaman að sjá hjá kana en hann er ekki einn af þessum könum sem við ætlumst til að sé alltaf stigahæstur.” 

Eitthvað sem þú óttast í leiknum í dag? 
,,Ég óttast engann hjá Fjölni en ber virðingu fyrir þeim öllum, þetta eru góðir körfuboltamenn en maður á ekki að fara inn í bikarúrslit og óttast eitthvað eða einhvern, ég bara tek á þessum köllum og þeir á mér og við sjáum hvað setur.  

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -