16:19
{mosimage}
(Petrúnella var sjóðandi í seinni hálfleik)
Grindavík og Haukar áttust við í úrslitaleik Lýsingarbikarsins árið 2008 í Laugardalshöllinni í dag. Leikurinn var sveiflukenndur en bæði lið leiddu með 10 stigum eða meira á einhverjum tímapunkti í dag. Það voru þó Grindavíkurstelpur sem byrjuðu betur en Haukastelpur leiddu eftir fyrsta leikhluta með góðum lokakafla og flautukörfu þegar leikhlutinn var að renna út. Haukastelpur spiluðu mjög vel í öðrum leikhluta og leiddu með 12 stigum í hálfleik, 29-41. Það voru hins vegar Grindavíkurstelpur sem áttu seinni hálfleikinn og skoruðu 48 stig gegn aðeins 26 stigum Hauka og endaði því leikurinn með 10 stiga sigri Grindavíkur 77-67 Það voru því Grindavikurstelpur sem fögnuðu vel að lokum enda vel að sigrinum komnar. Joanna Skiba og Tiffany Robertson voru yfirburðaleikmenn í liði bikarmeistaran en það sást best að sá kafli sem Haukar náðu sínu mesta forskoti var þegar Joanna Skiba var hvíld vegna villuvandræða. Stigahæstar hjá Grindavík voru Tiffany Robertson með 24 stig, en hun hirti einnig 13 fráköst í leiknum, Joanna Skiba með 22 stig og 6 stoðsendingar og Petrúnella Skúladóttir með 15 stig og 10 fráköst. Hjá Haukum var Kiera Hardy stigahæst með 19 stig en næst á eftir henni var Kristrún Sigurjónsdóttir með 17 stig.
Byrjunarliðin í dag voru Grindavík
#7 Ólöf Helga Pálsdóttir
#15 Petrúnella Skúladóttir
#9 Jovana Stefánsdóttir
#4 Joanna Skiba
#10 Tiffany Robertson
Haukar
#12 Telma Björk Fjalarsdóttir
#15 Kristrún Sigurjónsdóttir
#11 Kiera Hardy
#10 Bára Fanney Hálfdánsdóttir
#6 Unnur Tara Jónsdóttir
Það voru Grindvíkingar sem áttu fyrstu stigin í dag en eftir að hrollurinn var farinn úr flestum komu stigin í röðum og höfðu Grindvíkingar 6-2 yfir eftir 2 mínútur af leik. Grindvíkingar spiluðu fantavörn og áttu Haukastúlkur í mesta basli með að koma góðu skoti á körfuna. Þegar leikhlutinn var rétt að verða hálfnaður tók Yngvi Páll Gunnlaugsson þjálfari Hauka leikhlé en þá var forskot Grindavíkur komið upp í 7 stig, 11-4. Þegar leikhlutinn var rétt rúmlega hálfnaður fékk Unnur Tara Jónsdóttir sína þriðju villu en það virtist þó ekki hafa of mikil áhrif á liðsfélaga hennar því Haukastelpur sóttu í sig veðrið og þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum var munurinn kominn niður í 4 stig, 13-9 og Grindavík tóku leikhlé. Ragna Margrét Brynjarsdóttir kom virkilega sterk inn í lið Hauka og jafnaði metin þegar um 2 mínútur voru eftir af leikhlutanum, 13-13. Haukastelpur náðu svo að komast yfir í fyrsta skiptið í leiknum þegar Ragnar Margrét setti flautukörfu ofaní við mikin fögnuð áhrofenda, 18-20. Það varð Grindavíkurstelpum alltof oft að falli í fyrsta leikhluta að stíga mennina sína ekki út en sóknarfráköst Hauka voru lykilinn að forystu þeirra.
Haukastelpur héldu áfram að taka sóknarfráköstin í bryjun seinni hálfleiks og ef ekki hefði verið fyrir fínan leik Joönnu Skiba í liði Grindavíkur hefði forskot Hauka verið mun meira heldur en það eina stig sem skildi liðin að þegar fjórar mínútur voru liðnar af leikhutanum, 23-24. Þegar Joanna Skiba fékk sína þrijðu villu er annar leikhluti var hálfnaður og var því sett í kælingu, var eins og sóknarleikur liðsins hreinlega hryndi. Haukar gengur á lagið og þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leikhlutanum var munurinn kominn í 6 stig, 25-31 og Igor Beljanski, þjálfari Grindavíkur tók leikhlé. Haukastelpur héldu áfram að bæti við forskotið og þrátt fyrir að Joanna Skiba væri komin aftur inná fyrir Grindavík var munurinn 10 stig þegar Haukar tóku leikhlé með eina mínútu eftir af fyrri hálfleik, 27-37. Haukar skoruðu svo seinustu 4 stigin í leikhlutanum og leiddu með 12 stigum í hálfleik, 29-41. Grindavíkur stúlkur voru komnar í töluverð villuvandræði en fjórar stelpur hjá þeim voru komnar með 3 villur.
Grindvíkingar sóttu í sig veðrið strax í upphafi seinni hálfleiks og var munurinn kominn niður í 9 stig, 34-43, en Haukastúlkur virtust vera að flýta sér að klára leikinn og voru sóknir þeirra því oft stuttar og enduðu í klaufalegu skoti. Þegar leikhlutinn var hálfnaður var munurinn kominn niður í 6 stig, 40-46, og mikil batamerki á sóknarleik Grindvíkinga. Þegar leið á leikhlutan gekk lítið hjá Haukum að koma boltanum ofaní körfuna en Tiffany Robertson og Ólöf Helga Pálsdóttir lokuðu vel undir körfunni þar sem Haukastelpur höfðu skorað mikið í fyrri hálfleik. Þegar ein og hálf mínúta var eftir af leikhltunaum jafnaði Tiffany Robertson metin, 51-51 og stuttu stíðar var Grindavík komin með 4 stiga forsktot eftir tvö vel útfærð hraðaupplaup, 55-51. Tiffany Robertson kláraði svo leikhlutan og kom Grindavík 6 stigum yfir þegar flautan gall, 57-51, við mikinn fögnuð þeirra gulklæddu á vellinum. Haukastelpurnar virutst vera í miklum vandræðum með vörn Grindavíkur en þær skoruðu aðeins 6 stig á seinni 5 mínútum þriðja leikhluta.
Ennþá gekk lítið í sóknarleiknum hjá Haukum en þegar þrjár mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta var munurinn kominn upp í 10 stig, 61-51, þar til Unnur Tara Jónsdóttir skoraði fyrsta stig Hauka í leikhlutanum af vítalínunni. Ekki hjálapaði það Haukum mikið að þegar leikhlutinn var hálfnaður fékk Ragnar Margrét sína 5. villu og var því send á bekkinn. Þá tók Yngvi Páll þjálfari Hauka leikhlé er staðan var orðin 65-55. Grundavík voru að spila virkilega fína vörn á lokakaflanum og þegar tvær og hálf mínúta var eftir skoraði Joanna Skiba þriggja stiga körfu og jók muninn því upp í 14 stig, 74-60. Yngvi Páll tók leikhlé þegar ein mínúta og 40 sekúndur voru eftir af leiknum en Haukastelpur höfðu þá hent frá sér boltanum á klaufalegan hátt tvær sóknir í röð og ekki annað að sjá en að stressið væri farið að leika þær grátt. Þegar seinustu 60 sekúndurnar fóru að telja niður stóðu áhorfendur Grindavíkur upp og sungu sigursöngva en þá höfðu þær gulklæddu svo gott sem tryggt sér titilinn. Grindavíkurstúlkur fögnuðu svo vel og innilega að lokum en 10 stiga sigur var staðreynd, 77-67. Það var því gríðarlega sterk vörn í seinni hálfleik sem færði þeim Lýsingarbikarmeistaratitilinn árið 2008.
Texti: Gísli Ólafsson
Mynd: Snorri Örn Arnaldsson og [email protected]



